Sunnudagurinn 02. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar og þá verður haldin barna og unglingamessa kl. 11:00. Barbara trúður kemur í heimsókn og eftir messu verður boðið uppá lengstu súkkulaðiköku Vesturbæjar. Tíu mínútur fyrir messu verður sýnd stuttmynd Krakkaklúbbsins og ungmenni úr NeDó mynda messuhóp. Börn og unglingar eru sérstaklega boðin velkominn.
Sunnudagurinn 02. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar og þá verður haldin barna og unglingamessa kl. 11:00. Trúðurinn Barbara sem leikin er af Halldóru Geirharðsdóttur mun vera viðstödd messuna og fylgjast grant með öllu sem fram fer. Sigurvin Jónsson umsjónarmaður barna- og unglingastarfs kirkjunnar prédikar ásamt Barböru trúði og prestar kirkjunnar dr. Sigurður Árni Þórðarsson og sr. Örn Bárður Jónsson þjóna fyrir altari. Barnakór Neskirkju kemur fram undir stjórn organista Neskirkju, Steingrími Þórhallssyni. Krakkaklúbbur kirkjunnar sýnir stuttmynd um Davíð og Golíat fyrir messuna. Ungmenni úr unglingastarfinu mynda messuhóp dagsins og selja súpu eftir messuna en hópurinn er að safna fyrir utanlandsferð sem fyrirhuguð er næsta sumar.