Já, Rússarnir komu og engin ógn stafaði af þeim. Þvert á móti lofuðu þeir Guð og sungu undursamlega fagra litrúrgíu frá 6. öld til heiðurs Maríu guðsmóður.
Já, Rússarnir komu og engin ógn stafaði af þeim. Þvert á móti lofuðu þeir Guð og sungu undursamlega fagra litrúrgíu frá 6. öld til heiðurs Maríu guðsmóður.
Söngurinn var hrífandi. Litúrgían var flutt af séra Timur Zolotuskiy og aðstoðarmanni ásamt kór og fluttur á rússnesku, ensku og íslensku.
Sendiherra Rússlands, Viktor Tatarinstsev, flutti ávarp. Hann þakkaði fyrir aðstöðuna í Neskikju og gerði grein fyrir Rússneskum menningardögum.
Söfnuðurinn stóð undir guðsþjónustunni með kertaljós í hönd. Hrífandi var að hlýða á þennan forna söng sem Væringjar kynntust líklega í Miklagarði forðum daga og fluttu með sér norður á bóginn. Kristni breiddist út norður eftir Evrópu og nam þar hvert landið á fætur öðru undir lok 9. aldar og í byrjun 10. aldar.