Hvernig reiðir kirkjunni af á siglingu inn í framtíðina? Hvernig ber að túlka aðdraganda þeirrar kirkjukreppu sem þjóðkirkjan er í nú? Samfélagsaðstæður hafa áhrif á þróun hennar. Sigurður Árni Þórðarson ræðir um áhrifaþætti í sögu þjóðkirkjunnar síðustu árin, kirkjukreppu þetta haustið, guðfræðihætti og kosti kirkjunnar á næstu árum.
Þetta er sjötti fyrirlesturinn í fyrirlestraröðinni Á nöfinni sem framtíðarhópur kirkjuþings stendur fyrir í september og október. Súpu er hægt að kaupa frá 11:30 en 15 mínútna erindi hefst kl. 12:15. Allir velkomnir til fundar og umræðu.