Í vetur verður boðið upp á rólega stund síðasta þriðjudag hvers mánaðar kl. 18. Þar fara saman fallegir söngvar og trúarleg íhugun sem ætti að höfða til allra. Sr Sigurvin Jónsson leiðir stundirnar en Steingrímur Þórhallsson leiðir tónlistina ásamt gestum. Í fyrstu stundinni þriðjudaginn 27. september mun Stúlknakór Neskirkju syngja nokkur lög. Afdrep í amstri dagsins.