Hefur þú áhuga á andlegri heilbrigði þinni? Viltu dekra við sál þína? Næsti kyrrðardagur Neskirkju verður laugardaginn 10. nóvember. Dagskrá hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16.
Hefur þú áhuga á andlegri heilbrigði þinni? Viltu dekra við sál þína? Næsti kyrrðardagur Neskirkju verður laugardaginn 10. nóvember. Dagskrá hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16.
Stjórnandi: Úrsúla Árnadóttir, guðfræðingur og skrifstofustjóri Neskirkju. Íhugun, helgihald og göngustjórar: Sr. Halldór Reynisson og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Ásta Böðvarsdóttir, myndlistar- og jógakennari, stýrir slökun.
Kyrrðardagur í borg er knappari en margir dagar á kyrrðardagasetri eins og Skálholti. Dagskrá er þéttari og aðlöguð tímaramma og aðstæðum borgarkirkjunnar. En Neskirkja rammar vel andblæ og stillu, sem hæfir kyrrðardegi.
Hvernig væri að taka boði um kyrrðardag í Neskirkju 10. nóvember? Skráning er í Neskirkju, s. 511-1560 og runar@neskirkja.is.