Núna á fimmtudagskvöldið 6. september klukkan 20:00 mun Kór Neskirkju kynna vetrardagskránna fyrir áhugasömu fólki sem jafnvel langar til að syngja með kórnum. Í desember flytur kórinn óratoríuna Lallegro, penseroso ed moderato eftir G. F. Handel og fékk nýverið glæsilegan styrk frá Baugi sem mun gera kórnum kleift að hafa stóra hljómsveit. Einnig verður farið í utanlandsferð næsta vor. Kórinn æfir klukkan 19:30 á miðvikudögum og stundum á laugardögum klukkan 10:30. Sérstaklega leitum við að fólki á aldrinum 20 45 og eru karlar endilega hvattir til að kynna sér málið.
Á kynningarkvöldinu verða léttar veitingar, létt tónlistaratriði og létt raddpróf fyrir þá sem vilja.
Barnakórastarf Neskirkju
Næstkomandi þriðjudag 11. september hefst barnakórinn á ný. Nú verða tvær deildir, yngri 6-8 ára og eldri 8-11 ára. Eldri æfir sem fyrr klukkan 15:00 á þriðjudögum en yngri deild á sama tíma á miðvikudögum.
Allar upplýsingar um þetta starf fást hjá Steingrími í steini@neskirkja.is eða 896-8192.
Skráningargjald er 5000 krónur á önn og greiðist við skráningu.