Afmælisæbörn fá gjarnan gjafir og þannig var það á vígsluafmæli Neskirkju, sl. sunnudag, pálmasunnudag 17. apríl 2011. Þá færði Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og guðfræðinemi, kirkjunni að gjöf málverk eftir Nínu Gautadóttur sem á rætur í Veturbænum en hefur starfað í París um árabil að sögn Guðrúnar.
Guðrún hefur sótt Neskirkju undanfarin misseri af miklum áhuga, tekið þátt í dagskrá safnaðarins í miðri viku og sækir flestar ef ekki allar messur.
Gjöf hennar ber vott um þakklæti hennar í garð Neskirkju og starfs safnaðarins.
Guð blessi glaðan gjafara.