„Þessi fermdu ungmenni eru okkur falin. Virðum já þeirra til Guðs og lífs í trú á Jesú Krist. Vörumst að hafa nokkuð illt fyrir þeim, afvegaleiða þau, en styðjum þau með orðum og eftirbreytni til göngu á góðum vegi hamingju og til eilífs lífs.“ Já, fermingarnar eru hafnar. Já, hljómar í kirkjunni og fyrsti fermingarhópurinn gekk fyrir altari Neskirkju sunnudaginn 10. apríl. Mynd af hópnum var tekin áður athöfn hófst.
Fermingarungmenni og prestar Neskirkju fyrir athöfn 10. apríl, 2011.