Sunnudaginn 3. júní kl. 11 verður messa í Neskirkju. Þrenningarhátíð er haldin næsta sunnudag eftir hvítasunnu og er hún síðasta hátíð kirkjuársins.
Sunnudaginn 3. júní kl. 11 verður messa í Neskirkju.
Þrenningarhátíð er haldin næsta sunnudag eftir hvítasunnu og er hún síðasta hátíð kirkjuársins.
Framundan er hið svo nefnda hátíðarlausa tímabil en næsta hátíð verður 1. sd. í aðventu.
Dagurinn er jafnframt hátíðisdagur sjómanna.
Sönghópurinn Vox Academica syngur. Organisti Elías Davíðsson.
Sr. Örn Bárður Jónsson, prédikar og þjónar fyrir altari.