Dr. Kjartan Jónsson, prestur og kristniboði, hefur þjónað í Neskirkju s.l. mánuð og leyst af dr. Sigurð Árna Þórðarson sem var í feðraorlofi.
Kjartani eru þökkuð góð störf sem öll voru unnin af hans alkunnu elskusemi og gleði. Hann leysir nú af í Hafnarfjarðarkirkju og þjónar þar fram í nóvember.
Við fögnum því að Sigurður Árni snýr aftur til starfa í dag, 1. október. Hann messar næsta sunnudag, 8. október.