Táknmál skírdags er ríkulegt. Myndlistamenn hafa túlkað síðustu máltíð Jesú með ólíkum hætti. Í skírdagsmessunni í Neskirkju kl. 21 verður varpað upp skyggnum af myndlistaverkum á altarisvegg til íhugunar.
Táknmál skírdags er ríkulegt. Myndlistamenn hafa túlkað síðustu máltíð Jesú með ólíkum hætti. Til íhugunar verður varpað upp skyggnum af myndlistaverkum á altarisvegg Neskirkju í skírdagsmessunni kl. 21.
Öll höfum við einhverja afstöðu hið innra gagnvart því sem Jesús gerði. Íkonamyndir eru sem gluggar inn í himininn. Hin fræga mynd Leonardo daVinci af síðustu kvöldmáltíðinni hefur orðið sem ytra form fyrir vestræna skynjun á síðustu kvöldmáltíðinni. Tákn hafa innri og ytri veruleika. Þegar táknin veikjast eða deyja verður ytra byrðið, formið eftir, sem oft er fyllt nýju inntaki. Í skírdagsmessunni verða sýndar margar myndir af endurvinnslu da Vinci-myndarinnar.
Messan á skírdagskvöldi verður kl. 21. Félagar í Háskólakórnum syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og prédikar. Í altarisgöngu verður notað heimabakað brauð. Í lok athafnar verða gripir af altari bornir út og fimm rósir settar á altari. Útburður gripa er til að minna á píslargöngu Jesú, rósirnar minna á sár hans og dauða.