Stefnt var að því að leikjanámskeið júnímánaðar ættu að hefjast í næstu viku en þátttaka á því reyndist ekki nóg til að halda námskeið. Við höfum hinsvegar veglegan hóp krakka sem eru skráð vikuna 21.-25. júní og fer hver að verða síðastur að fá pláss á námskeiðunum. Skráning er í síma 511-1560 eða á neskirkja@neskirkja.is.
Auglýsing fyrir leikjanámskeið Neskirkju

Leikjanámskeið fyrir 6-10 ára

Í sumar verður Neskirkja með leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6–10 ára (fædd 1999–2004). Námskeiðin eru frá mánudegi til föstudags, klukkan 13–17. Á námskeiðunum gefst börnunum kostur á að kynnast kirkjunni og boðskap hennar í leik og starfi, auk þess að öðlast dýrmæt tengsl við nýja félaga.

Áhersla er lögð á virðingu og vináttu á námskeiðunum og miðast leikir og verkefni við að efla og styrkja hópinn og einstaklinginn. Námskeiðunum er stjórnað af reyndu fólki sem hefur starfað með börnum á ýmsum vettvangi.

Á leikjanámskeiðunum er fjölbreytt dagskrá í boði úti og inni. Meðal annars verður farið í hópleiki, þrautaleiki, skapandi verkefni unnin og farið í strætóferðir. Einu sinni á námskeiði er farið í ferð út fyrir borgina og slegið upp grillveislu.

Námskeið 1 / 14. – 18. júní*
Námskeið 2 / 21. – 25. júní
Námskeið 3 / 03. – 06. ágúst*
Námskeið 4 / 09. – 13. ágúst

*Fjögurra daga námskeið

SKRÁNING OG VERÐ

Þátttökugjald er 5.000 (4.000*) krónur. Veittur er systkinaafsláttur og einnig er veittur afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið. Foreldrum sem eiga við fjárhagsvanda er bent á að ræða við presta Neskirkju. Innifalið í þátttökugjaldi eru allar dagsferðir og efniskostnaður, auk nestis.

Innritun fer fram í Neskirkju alla virka daga í síma 511 1560 eða á neskirkja@neskirkja.is.