Krossgötur mánudaginn 17. mars kl. 13.00. Árið 1882 gaf Hið íslenska bókmenntafélag út þýðingu Matthíasar Jochumssonar á Óþelló sem var þriðja þýðing hans á verkum eftir Shakespeare. Í þetta sinn virðist honum hafa brugðist bogalistin því Eiríkur Magnússon, bókavörður í Cambridge skrifað ritdóm í Þjóðólf sem náði yfir tvö tölublöð og hafði hann ýmislegt út á þýðinguna að setja, m.a. að Matthías hafi stuðst um of við sænska þýðingu Hagbergs. Í þessum fyrirlestri mun Ingibjörg nefna nokkur dæmi úr ritdómnum og reyna að sannreyna eða hrekja ritdóm Eiríks. Ingibjörg sýnir handskrifaðan frumtexta skáldsins á þýðingunni og ber saman við endanlega útgáfu eins og hún kom á prenti. Þýðing Matthíasar fékk harða gagnrýni og var talsvert um hana fjallað í fjölmiðlum.