Fjölskylduguðsþjónusta verður á æskulýðsdaginn. Þema hennar er „Við erum friðflytjendur“ og verður það skoðað í tali, tónum og verkum.
Stúlknakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Steinunn A. Björnsdóttir leiðir guðsþjónustuna með starfsfólki barnastarfs og sjálfboðaliðum.
Hressing og samfélag á torginu að lokinni guðsþjónustu.