Krossgötur mánudaginn 27. janúar kl. 11. Þorlákur biskup Skúlason (1597 – 1656) Af Þorláki er ættarnafnið Thorlacius dregið. Móðir hans Steinunn var laundóttir Guðbrands biskups Þorlákssonar. Hann ólst upp hjá föður sínum og lærði hjá honum auk námsdvalar í Kaupmannhöfn. Hann tók svo við biskupsembættinu á Hólum og þótti vitur maður og lærður. Í þessu erindi verður staldrað við munnmælasögur sem tengjast ,,launfeðginunum“ og rakin dæmi úr dómabókum biskupsins þar sem hann tókst á við margvísleg viðfangsefni sem nútímanum kunna að þykja framandleg.