Krossgötur kl. 13.00 mánudaginn 20. janúar. Brynjólfur Sveinsson (1605–1675) var heimsmaður og dvaldi hann langdvölum í Kaupmannahöfn og á Ítalíu. Hann var innanbúðarmaður hjá kóngi og vann að því að safna íslenskum fornhandritum sem gegndu þýðingarmiklu hlutverki í sjálfsmynd Danaveldis. Það var einmitt um það leyti sem hann kom Hallgrími Péturssyni til náms við Frúarskólann í Höfn. Þegar hann tók við embætti Skálholtsbiskups var margt óljóst í skipulagi og regluverki kirkjunnar. Brynjólfur nýtti prestastefnur til að leggja línurnar og fór um allt stiftið þar sem hann átti líka jarðir. Sagan af Ragnheiði dóttur hans og Daða ástmanni hennar svo þessi harmleikur sem tengist nafni Brynjólfs enn í dag. Skálholtsdómkirkja sem Brynjólfur lét reisa og vígði 1650 var kennd við hann og þótti mikið mannvirki. Saga Brynjólfs Sveinssonar er átakasaga manns sem gekk nærri sjálfum sér og öðrum í ýmsum skilningi þess orðs.