Sunnudagskvöldið 19. janúar kl. 18:00 ræðum við sýningu Þórdísar Erlu Zoëga, Augljós, sem er á Torginu í Neskirkju. Við fáum tvö erindi um kirkjulist og loks ræðir listamaðurinn verk sín. Dr Sigurjón Árni Eyjólfsson, prestur og MA í listasögu: Caspar David Friedrich: Að móta nýtt myndmál. Fjallar verður um verk Munkurinn á ströndini. En Caspar David Friedrich er innan listfræðinnar metinn sem brautryðjandi hins rómantíska landslagsmálverks og sagður hafa mótað þann ramma sem komandi kynslóðir síðan máluðu innan. Friedrich veitti nútíma málverkinu hagnýtt myndmál sem styðjast mátti við þegar orða átti m.a. tilvistarvanda nútímamannsins „í mynd“. Þetta var merkt framtak mitt í hringiðu framgangs heimsmyndar nútímans. Hreinn Hákonarson prestur og nemi í listasögu: Saga af steindum gluggum. Sögur af steindum gluggum í fortíð og nútíð. Rætt verður almennt um hvers konar listfyrirbæri steindir kirkjugluggar eru og hvaða hugsanir eru á bak við þá; spurt hvort til sé íslensk hefð í gerð steindra glugga. Í lokin verður tekið dæmi af listfræðilegum núningi um steinda glugga milli arkitekts og listamanns.
Þórdís Erla Zoëga fjallar um kirkjugluggana sína.