Neskirkja býður upp á sex vikna námskeið um Biblíusögur fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla, eða sex til átta ára. Námskeiðið verður þriðjudaga kl. 15.30 – 16.30, frá 4. febrúar til 11. mars. Námskeiðið er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá barnið. 

Á námskeiðinu verða sögur Biblíunnar skoðaðar út frá ýmsum hliðum í orðum, myndum, leik og föndri. Biblíusögurnar hafa verið viðfangsefni listamanna og skálda, rétt eins og kristinnar kirkju, í árþúsundir. Þær eru hluti af íslenskum og vestrænum menningararfi, um leið og þær birta trúarlegan boðskap eða sýn. Þekking barna á biblíusögunum er mjög takmarkaður þar sem kennsla þeirra í skóla er takmörkuð. Hér verða nokkrar þekktustu sögurnar skoðaðar.

Umsjón hefur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju.

  1. febrúar Sköpunarsagan
  2. febrúar Adam og Eva og höggormurinn
  3. febrúar Nói og flóðið mikla
  4. febrúar Jósef og bræður hans
  5. mars Móses og flóttinn frá Egyptalandi
  6. mars. Davíð og Golíat

Skráning fer fram á vefnum. Lágmarksþátttaka er 6 börn.