Messa og opnun myndlistarsýningar kl. 11:00. Sýning Þórdísar Erlu Zoega verður opnuð og fjallað verður um verkin í predikun. Barnastarfið á sínum stað með söng og leik. Félagar úr Kór Neskirkju syngja við raust undir stjórn organistans Steingríms Bacon Þórhallssonar. Kaffiveitingar á Torginu þar sem gestir virða fyrir sér verk Þórdísar. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.