Fjölskyldumessa kl. 11 með þátttöku barnakórs, fermingarbarna og kirkjukórs.
Fermingarbörn, munið að skyldumæting er í þessa messu kl. 11 í Neskirkju eða kl. 14 í Dómkirkjunni.
Sr. Þórhildur Ólafs flytur hugvekju og þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Börnin verða með í messunni frá upphafi til enda og foreldrar eru hvattir til að hafa börnin með til altaris þar sem þau verða signd og blessuð. Organisti Steingrímur Þórhallsson.
Önnur messa er haldin í Dómkirkjunni á vegum NEDÓ (samstarf Neskirkju og Dómkirkju) kl. 14. Fermingarbörn mæti á aðra hvora messuna. Mætingarstimplar á báðum stöðum.