Kór Neskirkju lýkur vetrarstarfi sínu með tvennum vortónleikum. Þeir fyrri verða laugardaginn 21. maí kl. 16:00 í Skálholtskirkju. Þeir síðari þriðjudaginn 24. maí kl. 20:00 í Neskirkju. Á efnisskránni eru fjölbreytt verk eftir íslensk og erlend tónskáld. Þar má nefna verkin Lyng og Harpa kveður dyra úr smiðju Steingríms Þórhallssonar, stjórnanda kórsins, Örlög Þóru Marteinsdóttur og Afmorsvísur Snorra Sigfúsar Birgissonar. Af erlendum verkum má nefna The Blue Bird eftir Charles Villiers Stanford, Abenlied eftir Josef Rheinberger og Weep, o mine eyes eftir John Bennet. Öll velkomin og enginn aðgangseyrir.