Við fögnum því að mega koma saman að nýju! Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í kirkjunni en síðan færir sunnudagaskólinn sig í safnaðarheimilið.
Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Þessi sunnudagur er bænadagur að vetri. Ritningarlestra má finna á vef þjóðkirkjunnar.
Sunnudagaskóla stýra Kristrún og Hrafnhildur Guðmundsdætur ásamt Ara Agnarssyni sem leikur undir söng. Þar verður að vanda líf og fjör, leikir og sögur.