Á aðfangadag verður aftansöngur kl. 18 og miðnæturmessa kl. 23.30. Á jóladag verður hátíðarmessa kl. 14. Farið verður að gildandi sóttvarnarreglum. Við aftansöng kl. 18 verður farið fram á hraðpróf. Hámarksfjöldi kirkjugesta er 200.
Við aðrar athafnir er kirkjan hólfaskipt og hámarksfjöldi er 100.
Grímuskylda er við allar athafnir og skráning viðstaddra. Það flýtir fyrir ef fólk kemur með blað með nafni, kennitölu og síma.
24. desember
Aðfangadagur
Aftansöngur kl. 18.00
Kór Neskirkju syngur.
Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir.
Prestar sr. Skúli S. Ólafsson og
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Kirkjugestir sýni hraðpróf eða
PCR próf sem er yngra en 48 klst.
Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30
Háskólakórinn syngur.
Stjórnandi og organisti Gunnsteinn Ólafsson.
Prestur sr. Skúli S. Ólafsson.
Við skiptum í hólf til að tryggja sóttvarnir.
25. desember
Jóladagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00
Drengjakór Reykjavíkur syngur.
Stjórnandi Þorsteinn Freyr Sigurðsson.
Kór Neskirkju syngur.
Stjórnandi og organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir.
Prestar sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
og sr. Skúli S. Ólafsson.
Við skiptum í hólf til að tryggja sóttvarnir.