Sunnudagskvöldið 3. október er Skammdegisbirta í Neskirkju. Dagskráin hefst í kirkjuskipinu þar sem Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti leikur tónlist og segir frá. Í framhaldi er gengið í safnaðarheimili þar sem boðið er upp á súpu og víntár gegn frjálsum framlögum. Þar segir Páll Haukur Björnsson myndlistarmaður frá sýningunni sem er á Torginu. Haukur Ingvarsson ljóðskáld les upp úr nýútkominni bók sinni: Menn sem elska menn. Lára Bryndís leiðir almennan söng þar sem sungið vera lög sem Haukur Morthens gerði fræg. Sr. Skúli S. Ólafsson leiðir dagskrána