Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Við guðsþjónustu leiða félagar úr Kór Neskirkju söng við undirleik Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Sunnudagaskólinn er í safnaðarheimili og er gengið beint þangað inn. Hilda María Sigurðardóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir stýra honum ásamt Ara Agnarssyni undirleikara. Söngur, sögur og gleði.
Við gætum að sóttvörnum.
Verið velkomin í samfélagið.