Guðsþjónustur og sunnudagaskóli fellur niður pálmasunnudag, bænadagana og páska. Annað hefðbundið safnaðarstarf í páskaviku fellur einnig niður. Þessi ákvöruðun er tekin í ljósi hertra sóttvarna og þess hve bráðsmitandi þau afbrigði veirunnar eru sem nú eru að dreifa sér hér á landi. Hugvekjur verða sendar út á fésbókarsíðu kirkjunnar.
Við biðjum ykkur blessunarríkra daga og helgrar hátíðar og hvetjum alla til að fara varlega og verja sig og aðra.