Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Söngur og sögur í sunnudagaskólanum sem er í umsjá Hildu Maríu Sigurðardóttur, Kristrúnar Guðmundsdóttur og Ara Agnarssonar sem annast undirleik.
Kaffi og samfélag á torginu að stundunum loknum.