Prjónahópur Neskirkju hittist jafnan síðasta mánudagskvöld í hverjum mánuði. Mánudaginn 27. janúar kl. 20 er fyrsta samveran á nýju ári. Þetta eru opnar samverur þar sem fólk kemur með handavinnuna sína og hittir annað áhugafólk um handavinnu, prjónar, heklar, saumar og spjallar. Kaffi og te á staðnum.