Opinn kynningarfundur verður þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20. Námskeiðið hefst síðan viku síðar eða 13. febrúar og verður alla þriðjudaga til og með 27. mars.
Opinn kynningarfundur verður þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20. Námskeiðið hefst síðan viku síðar eða 13. febrúar og verður alla þriðjudaga til og með 27. mars. Eins og venja er, er byrjað á sameiginlegri máltíð kl. 19., síðan verður hefðbundinn fyrirlestur og í framhaldi af honum umræður í hópum. Í lok samverunar er helgstund og líkur samverunni um kl. 22. Þegar námskeiðið er um það bil hálfnað verður farið í sólarhringsferð.
Tilgangur námskeiðisins er að kynna á einfaldan hátt mikilvægt bréf í Nýja testamentinu fólki til gagns. Í Filippíbréfinu boðar Páll innihaldsríkt líf. Líf sem er áhugavert og gerir það að verkum að fólki finnst lífið svo sannarlega þess virði að lifa því.
Umsjón með námskeiðinu hafa sr. Örn Bárður Jónsson, Sigurvin Jónsson, Rúnar Reynisson og Ursula Árnadóttir.