Prédikari í Neskirkju sunnudaginn 28. janúar er kunnur af ýmsum og sundurleitum hlutverkum. En það verður þó ekki Radíusbróðirinn, uppistandarinn, þýðandinn eða ljóðskáldið, sem stígur í stólinn, heldur kirkjumaðurinn, Davíð Þór Jónsson.
Prédikari í Neskirkju sunnudaginn 28. janúar er kunnur af ýmsum og sundurleitum hlutverkum. En það verður þó ekki Radíusbróðirinn, uppistandarinn, þýðandinn, spurningahöfundur eða ljóðskáldið, sem stígur í stólinn heldur kirkjumaðurinn, Davíð Þór Jónsson. Hann stundði guðfræðinám í nokkur ár. Það verður spennandi að hlusta á þennan fjölhæfa mann íhuga trúarefnin.
Sr. Toshiki Thoma þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árni Þórðarsyni. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Félagar úr kór Neskirkju syngja. Aðstoð við útdeilingu: Hanna Johannessen. Lesari er Elín S. Kristinsdóttir. Meðhjálpari og kynnir dagskrár í upphafi messu er Rúnar Reynisson.
Umsjón með barnastarfi hafa Guðmunda I. Gunnarsdóttir, Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson.
Messan hefst kl. 11 árdegis og er, eins og allar messur kirkjunnar, öllum opnar. Verið velkomin, kirkjan er fyrir alla og starfar í þjónustu trúar og lífs.