Þriðja sunnudag í aðventu, 16. desember, verður aðventu- og ljósahátíð kl. 20. Margrét Lára Jónsdóttir leikur á fiðlu, Drengjakór Reykjavíkur syngur og Kór Neskirkju syngur og leiðir söng. Fermingarbörn lesa ritningartexta og lýsa upp stundina. Diljá Sigursveinsdóttir, tónlistarkona, flytur hugvekju. Að lokinni samveru í kirkjunni er boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu.