Dimm dagskrá um jólaföstu og jól á Torginu í Neskirkju fimmtudaginn 6. desember kl. 18. Steingrímur Þórhallsson flytur og kynnir sálmaforleiki sem tilheyra desember. Pétur Húni Björnsson segir sögur af heilögum Nikulási, verndardýrlingi gömlu Neskirkju. Helga Mauren Gylfadóttir les draugasögur á aðventu. Sr. Skúli S. Ólafsson flytur varnarræðu Grýlu. Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Steingrímur fremja myrkraverk milli atriða. Boðið er upp á súpu og smá meðlæti á Torginu. Atburðurinn er ókeypis en gefin er kostur á frjálsum framlögum.