Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þennan síðasta sunnudag kirkjuársins. Háskólakórinn syngur í messunni undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar sem einnig leikur undir. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólanum stýra Katrín Helga Ágústsdóttir og Margrét Heba Atladóttir við hressan undirleik Ara Agnarssonar. Þar má búast við miklum söng og leik. Samfélag og hressing á Torginu að loknum stundunum.
Um kvöldið, kl. 20, verður Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum, með æskulýðsmessu. Sr. Steinunn þjónar með æskulýðsleiðtogum. Messan er með nokkuð öðru sniði en hefðbundnar messur, léttari tónlist, öðruvísi predikun og virkari þátttaka safnaðar. Fermingarbörn sérstaklega velkomin.