Krossgötur mánudaginn 31. mars kl. 13.00. Líknandi meðferð á hjúkrunarheimilum og heima er vandmeðfarið viðfangsefni og verður til umfjöllunar á Krossgötum í Neskirkju, mánudaginn 31. mars kl. 13. Gríma Huld Blængsdóttir, öldrunarlæknir og sóknarnefndarkona, er okkur á Krossgötum vel kunn en hún hefur komið reglulega til okkar og miðlað fræðslu um hollustu og heilbrigt líferni. Að þessu sinni ræðir hún sjónarmið sín um líknardráp og skoðar það viðkvæma málefni frá ýmsum hliðum, bæði læknisfræði og siðfræði.