Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Í messunni syngja félagar úr Kór Neskirkju og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn er í umsjá Karenar S. Helgadóttur, Karólínu B. Óskarsdóttur og Ara Agnarssonar sem leikur undir söng. Kaffi og samfélag á Kirkjutorgi að stundunum loknum.