Messa og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 23. febrúar. Biblían er þema dagsins, enda biblíudagurinn. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Söngur og gleði í sunnudagaskólanum sem sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir, Karen Sól Helgadóttir og Ari Agnarsson leiða.

Hressing og samfélag á torginu eftir messu og sunnudagaskóla.

Biblíulestur kl. 12.30 í umsjá sr. Steinunnar. Farið verður yfir 5. og 6. kafla í Markúsarguðspjalli.