Krossgötur, mánudaginn 10. febrúar kl 13.00. Þá er komið að lokaerindinu í fyrirlestrarröð um biskupa barokktímans. Þórður Þorláksson var biskup í Skálholti frá 1674 til dauðadags. Hann var maður tveggja tíma í ýmsum skilningi. Annars vegar var hann mótaður af hinum svo kallaða rétttrúnaði og galdraöldinni, alræmdu. Hins vegar var hann mótaður af vísindabyltingunni sem þá var farin að setja verulega mark sitt á menntun og menningu í Evrópu á þeim tíma.
Hann var stórtækur í útgáfumálum og handritasöfnun og mikill hvatamaður fyrir varðveislu íslenskrar tungu. Hann var af ætt Thorlaciusanna, og voru þau hjónin sennilega þau ríkustu á landinu á þeim tíma. Faðir hans og langafi höfðu haft nokkuð frjálsar hendur í embættisstörfum sínum. Á tíma Þórðar var einveldið búið að festa sig í sessi og þar með jukustu til muna afskipti konungs af kirkjumálum hér heima.