Guðsþjónusta sunnudaginn 29. desember kl. 11:00. María Kristín Jónsdóttir er við hljóðfærið og félagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn. Barnastarfið er á sínum stað og kaffiveitingar bíða að helgihaldinu loknu. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson og ræðir hann meðal annars hin svo nefndu apókrýfu guðspjöll sem fjalla um bernskuár Jesú.