Messa og sunnudagaskóli verða að venju sunnudag kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Textar og þema messunnar er Kristniboðsdagurinn.

Eftir sameiginlegt upphaf í kirkjunni fara börnin í safnaðarheimilið þar sem við tekur söngur, leikir og sögur. Umsjón með sunnudagaskóla hefur Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson leikur undir söng.

Hressing og samfélag á torginu að lokinni messu.

Kl. 12.30 hefst Biblíulestur um texta aðventunnar í umsjón sr. Steinunnar. Boðið verður upp á hressingu fyrir þátttakendur áður en stundin hefst. Gert er ráð fyrir að Biblíulesturinn taki klukkustund.