Biblíutextar sem tengjast aðventu og jólum verða lesnir og ræddir í fjóra sunnudaga, frá 10. nóvember til 1. desember. Biblíulesturinn hefst kl. 12.30 alla dagana og er í safnaðarheimilinu. Gert er ráð fyrir að hvert skipti taki um klukkustund og hefjist á léttri hressingu.
Aðventan er upphaf nýs kirkjuárs og þeir textar sem tengjast henni eru minna meðal annars á spádómana um frelsara. Þeir verða rýndir og ræddir, sem og textar sem tengjast jólum. Hvað var t.d. svona merkilegt við Betlehem. Hvaða máli skiptir að vera afkomandi Davíðs og í hvaða guðspjalli er það mikilvægt. Hvað með hirða og engla?
Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju, leiðir biblíulestrana með kynningu á textunum. Að því loknu verða samræður.
Lestrarnir eru öllum opnir.