Messa og upphaf barnastarfs kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir barnastarfið sem hefst á sama tíma og messan. Börnin fara svo inn í safnaðarheimilið. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson og ræðir hann hina kunnu sögu um Gullkálfinn. Kaffi á Torginu að messu lokinni.