Á Skammdegisbirtu í Neskirkju 23. október kl 18:00 er fjallað um jörðina og íbúa hennar. Þeir Stefán Jón Hafstein og Þórir Guðmundsson kynna nýútkomnar bækur sínar sem báðar fjalla um þetta efni þó efnistök séu ólík. Stefán Jón ræðir ástand jarðarinnar í bók sinni: Heimurinn eins og hann er. Þórir segir frá eftirminnilegu fólki sem hann hefur hitt á ferðum sínum víða um heiminn. Bók Þóris heitir Í návígi við fólkið á jörðinni. Stundin hefst með því að Steingrímur Þórhallsson organisti flytur tónlist og ræðir uppbyggingu verkanna og höfunda þeirra. Boðið er upp á súpu og vínglas gegn frjálsum framlögum. Skammdegisbirta er menningar- og matarstund í Neskirkju þar sem við njótum tals og tónlistar og fáum okkur hressingu.