Starfsfólk Neskirkju hefur útbúið aðventudagatal sem hefst fyrsta sunnudag í aðventu, 29. Nóvember og lýkur á aðfangadag. Dagatalið er sambland af tali og tónum og er aðgengilegt gengum fésbókarsíðu kirkjunnar. Flesta virka daga flytja prestar kirkjunnar eins til tveggja mínútna hugleiðingu en á sunnudögum er hún aðeins lengri. Föstudaga flytur organisti kirkjunnar tónlist.
Dagatalið er birt á fésbókarsíðu kirkjunnar.