Skammdegisbirta fimmtudaginn 6. febrúar kl. 18. Yfirskrift næstu er: ,,Það er kominn gestur…“ og eru prestar þar í forgrunni. Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona og handritshöfundur segir frá prestinum í hinum vinsælu þáttum, Pabbahelgum. Hún sýnir valin brot úr þáttunum og segir frá hugmyndinni að baki þeim. Þorgeir Tryggvason bókmenntafræðingur fjallar um sögulega presta í erindinu: Nokkrir íslenskir bókmenntaprestar vísíteraðir. Steingrímur Þórhallsson fer hamförum á orgelinu, leikur og kynnir verk eftir J.S.B Bach. Hann kallar gjörninginn Bach í byrjun árs. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Súpa, veigar og guðaveigar á boðstólnum gegn frjálsum framlögum. Sr. Skúli S. Ólafsson stýrir dagskránni.