Fimmtudaginn 3. október er fyrsta skammdegisbirta vetrarins. Hún er helguð sýningunni, Regnbogabraut: Falin saga í 1200 ár, með verkum eftir hinsegin listafólk. Aðalfyrirlesari kvöldsins er dr. Ynda Eldborg, listfræðingur. Þá syngur og leikur Una Torfadóttir eigin tónlist. Einnig ræðir dr. Skúli S. Ólafsson um samkynhneigð í samhengi Biblíu og kristindóms.
Kvöldið hefst inni í kirkjuskipi þar sem Steingrímur Þórhallsson organisti flytur og kynnir verk eftir tónskáld sem tilheyra rómantíska tímanum.
Rjúkandi súpa verður á boðstólnum og ljúfar veigar. Tekið er við frjálsum framlögum.