Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Létt tónlist, saga, íhugun og rými þar sem við getum valið svæði, samið bæn, þegið blessun, kveikt á kerti og fleira. Boðið verður upp á bangsablessun fyrir þau sem koma með mjúkleikföngin.
Sr. Steinunn A. Björnsdóttir leiðir stundina ásamt starfsfólki sunnudagaskólans og Ari Agnarsson leikur undir. Hressing og samfélag á torginu að lokinni guðsþjónustu.