Hátíðarmessa og sunnudagaskóli kl. 11 á pálmasunnudag, 14. apríl, vígsluafmæli Neskirkju. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallsonar organista. Sóknarnefndarfólk les bænir og ritningartexta. Sr. Skúli S. Ólafsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Steinunni A. Björnsdóttur. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu. Katrín H. Ágústsdóttir, Gunnar T. Guðnason og Ari Agnarsson leiða hann með leik og söng. Sparikaffi á Torginu eftir messu.