Þann 9. desember verður fjölskylduguðsþjónusta með aðventusniði kl. 11. Barnakórar Neskirkju syngja undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur, við kveikjum á öðru aðventukertinu, hirðakertinu og heyrum frásögnina af hirðunum á Betlehemsvöllum. Mikill almennur söngur við undirleik Ara Agnarssonar. Prestur er sr. Steinunn Arnrþrúður Björnsdóttir og með henni verður Katrín Helga Ágústsdóttir. Eftir guðsþjonustuna er hressing og spjall á Torginu að vanda.