Þann 2. september er messa kl. 11. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Háskólakórinn syngur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar sem einnig leikur undir söng. Messunni verður útvarpað á Rás 1. Þessi dagur markar einnig upphaf barnastarfs.
Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 inni í kirkju og færist svo í safnaðarheimilið. Umsjón hafa Jónína Ólafsdóttir og Katrín Helga Ágústsdóttir ásamt Ara Agnarssyni undirleikara.
Eftir messu og sunnudagaskóla verður að venju samfélag á kirkjutorgi og með kaffi, djús og léttri hressingu.
Kl. 12.30 verður viðburður á vegum sjónlistarráðsins. Þá ræðir Páll Jakob Líndal við Daníel Reuter um sýninguna The Map of Things sem hefur verið á kirkjutorginu í sumar.