Að lokinni messu, sunnudaginn 3. desemeber opnar sýning Kristjáns Steingríms Jónssonar myndlistarmanns í Safnaðarheimili Neskirkju. Á sýningunni verða málverk og teikningar sem unnin eru úr jarðefnum og jarðögnum frá Betlehem og Fæðingarkirkjunni. Rætt verður um sýninguna í predikun dagsins. Sýningin stendur fram í febrúar á næsta ári.